„Þetta drasl er hreinn skáldskapur,“ sagði kosningateymi Donalds Trumps um kvikmyndina The Apprentice er fjallar um fv. Bandaríkjaforsetann. Vissulega er ekki allt dagsatt sem kemur fram í myndinni, leikstjórinn fann sig knúinn til að…
Aðalleikari Stan fer með hlutverk Trumps.
Aðalleikari Stan fer með hlutverk Trumps.

Agnar Már Másson

„Þetta drasl er hreinn skáldskapur,“ sagði kosningateymi Donalds Trumps um kvikmyndina The Apprentice er fjallar um fv. Bandaríkjaforsetann. Vissulega er ekki allt dagsatt sem kemur fram í myndinni, leikstjórinn fann sig knúinn til að setja þann fyrirvara í upphafi hennar, og eins og dæma má út frá ummælum kosningateymisins málar myndin ekki Trump í besta ljósi.

The Apprentice er samt hvorki drasl né skáldskapur og líkist frekar einhvers konar bandarískri goðsögu, sem virðist nú orðin árleg hefð vestanhafs. Í fyrra fengum við goðsögnina um Oppenheimer og Elvis árið áður. Áhorfandi fylgist nú með ævintýri hins ættgöfuga Trumps í glæsilegum leik Sebastians Stans, þar sem hann eltist við drauminn um að verða fasteignakóngur í New York.

...