Hallgrímur í tali og tónum er yfirskrift tónleika Kórs Neskirkju sem haldnir verða í kirkjunni laugardaginn 2. nóvember kl. 17 til heiðurs Hallgrími Péturssyni. Þar verða flutt kórverk við texta sálmaskáldsins. Á efnisskránni eru Kvöldvers eftir Tryggva Baldvinsson, Fyrir mig Jesú þoldir þú eftir Sigurð Sævarsson og Ölerindi eftir Gunnar Reyni Sveinsson, ásamt verkum eftir Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Jakob Tryggvason. Einnig verða frumflutt þrjú ný kórverk eftir Steingrím Þórhallsson kórstjóra við textana Á minni andlátsstundu, Málshátt hafði og Nú hef eg mig í hvílu mín. Einleikari á flautu er Pamela De Sensi. Á milli verka flytja kórfélagar texta sem Þorgeir Tryggvason textasmiður og dr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur Neskirkju hafa tekið saman. Aðgangur er ókeypis.