Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til Barokkveislu í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Á efnisskránni eru verk eftir Hildegard von Bingen, Antonio Vivaldi, Georg Friedrich Händel, Jean-Philippe Rameau, Johann Sebastian Bach, Arcangelo Corelli og Henry Purcell. Breski fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Peter Hanson leiðir sveitina á tónleikunum, en „Hanson hefur um langt árabil helgað sig upprunaflutningi barokktónlistar – aðferð sem miðar að því að fanga anda tónlistarinnar eins og hún hljómaði á sínum tíma. Einsöngvari á tónleikunum er María Konráðsdóttir sópran, sem hlotið hefur mikið lof fyrir bjarta, tæra og forkunnarfagra rödd samhliða fágaðri en tjáningarríkri túlkun,“ segir í tilkynningu. Tónleikakynning hefst í Hörpuhorni kl. 18.