31. október er genginn í garð, og með honum hrekkjavakan sem verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Ef þú tókst andköf rétt í þessu, þá ertu á réttum stað. K100 tók saman nokkur frábær ráð fyrir þá sem eiga það til að vera á síðustu stundu en vilja samt taka þátt
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
31. október er genginn í garð, og með honum hrekkjavakan sem verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Ef þú tókst andköf rétt í þessu, þá ertu á réttum stað. K100 tók saman nokkur frábær ráð fyrir þá sem eiga það til að vera á síðustu stundu en vilja samt taka þátt.
Það þarf nefnilega ekki mikinn tíma eða pening til að skapa hrekkjavökustemningu fyrir kvöldið og helgina.
Fljótlegur heimagerður búningur
Skoðaðu fataskápinn þinn og gömul rúmföt til að búa til búninginn. Rauður varalitur, eyeliner og vaselín geta komið manni ansi langt.
Klassískur draugur: Klassískasti búningur hrekkjavökunnar er að sjálfsögðu draugabúningur úr gömlu hvítu
...