Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nú um mánaðamótin verður öll starfsemi sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar hf. aftur komin í Grindavík, en frá því að bærinn var rýmdur í nóvember í fyrra hafa skrifstofur og ýmis þjónusta við útgerðina verið á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar bærinn er opinn að nýju þykir hins vegar engin ástæða til annars en að fara aftur á fyrri stað með starfsemina, sem reyndar hefur verið breytt talsvert frá því sem var. Landvinnslu Þorbjarnarins hefur verið hætt, en þyngst vegur að nú hefur fyrirtækinu verið skipt upp í þrjú rekstrarfélög, sem hvert um sig verður með sín skip og sjálfstæða starfsemi.
Eftir rýmingu Grindavíkur í fyrra var verkstæðisrekstur Þorbjarnar og starfsemi veiðarfæragerðar flutt í Hafnarfjörð. Skrifstofurnar fóru í Kópavog og seinna Garðabæ. Gott
...