Verðbólgutölur sem birtar voru í gær komu ekki á óvart. Þær voru í samræmi við spár og sýna áframhaldandi tiltölulega hraða lækkun verðbólgunnar. Hún er nú komin niður í 5,1% en var 6,3% í júlí og gert er ráð fyrir að þróunin verði áfram á sömu leið á næstu mánuðum og misserum.
Þetta sýnir að háir vextir Seðlabankans hafa náð markmiðum sínum en í því sambandi má líka líta sérstaklega til húsnæðisliðarins. Verðlag án húsnæðis breytist á milli mánaða nánast um sömu hlutfallstölu og verðlag með húsnæði, sem er ólíkt því sem verið hefur þegar húsnæðisverð hefur þrýst upp verðbólgu.
Á tólf mánaða tímabili er húsnæðið enn mikill áhrifaþáttur því að verðbólga án húsnæðis er nú aðeins 2,8%, en 5,1% með húsnæðisliðnum eins og áður sagði. En með sömu þróun mun þetta breytast hratt og styður þannig mjög við vaxtalækkunarferli Seðlabankans.
Annað sem styður við vaxtalækkun er þróun atvinnuleysis, þó að ekki séu allir á eitt sáttir um hvernig eigi að lesa í
...