Sigríður Ólafsdóttir fæddist 4. nóvember 1924. Hún lést 28. mars 2024.

Útför fór fram 12. apríl 2024.

Þann 4. nóvember 2024 hefði amma orðið 100 ára. Það munaði ansi litlu að sá áfangi næðist en 28. mars sl. andaðist hún eftir langa og viðburðaríka ævi. Amma minnti mig stundum á ömmu þeirra Jóns Odds og Jóns Bjarna sem gekk undir nafninu amma dreki; harðdugleg, sjálfstæð og fylgin sér, en var ljúf og hafði svo góða nærveru. Henni varð hvergi haggað ef svo bar undir og hafði á einlægan hátt gaman af því að vera til, enda átti að hennar sögn að nýta tímann, ekki eyða honum. Dagarnir í sveitinni hjá afa og ömmu eru sveipaðir ævintýraljóma en samverustundir með ömmu á fullorðinsárum gáfu engu minna í sarpinn. Hún hafði skoðanir, fylgdist með pólitík, tísku, bókmenntum og listum. Amma hafði líka þolinmæði og nennu í að ræða þau þjóðfélagsmál

...