Allentown Kamala Harris á næstsíðasta fjöldafundi sínum fyrir kjördag. Eftir fundinn í Allentown í Pennsylvaníuríki hélt hún til Pittsburgh á lokafjöldafund kosningabráttunnar.
Allentown Kamala Harris á næstsíðasta fjöldafundi sínum fyrir kjördag. Eftir fundinn í Allentown í Pennsylvaníuríki hélt hún til Pittsburgh á lokafjöldafund kosningabráttunnar. — AFP/Michael M. Santiago

Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga í dag. Kamala Harris frambjóðandi Demókrataflokksins og Donald Trump frambjóðandi Repúblikanaflokksins hafa staðið í ströngu á viðburðum víða um landið að undanförnu. Héldu þau bæði fjöldafundi í Pennsylvaníuríki í gær en það er einmitt það ríki þar sem baráttan um atkvæðin er hvað hörðust.

Báðir frambjóðendur hafa lofað kjósendum sínum að vinna kosningarnar með miklum yfirburðum en kannanir sýna annað. Útlit er fyrir að kosninganóttin verði spennandi, bæði á landsvísu og í sveifluríkjunum sjö.

Trump og Harris bera sig bæði vel þrátt fyrir annasaman lokasprett. „Ég sef ekki einu sinni. Ég hef ekki tekið mér frí í 62 daga,“ sagði Trump í ræðu í byrjun vikunnar. Harris gaf fréttamönnum þumalinn þegar hún fór um borð í flugvél í gærmorgun og sagði að sér liði vel.

...