Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Órar nefnist fimm laga plata Örnu Rúnar Ómarsdóttur sem kom út 3. október síðastliðinn, á afmælisdegi Örnu. Þrjár konur eru höfundar efnis á plötunni, sem Arna gefur út í eigin nafni, þ.e. Arna sjálf, Arnheiður Melkorka Pétursdóttir og Jóna Svandís Þorvaldsdóttir. Arna syngur öll lög plötunnar og aðrir höfundar komu líka að útsetningum.
Þetta er fyrsta plata kvennanna þriggja sem hafa allar reynslu af tónlistartengdum verkefnum. Þær kynntust í lagasmíðabúðum á Borgarfirði eystri fyrir þremur árum og lögðu þar grunninn að sínu fyrsta lagi, „Þoku“. Hafa þær upp frá því unnið saman við lagasmíðar. Allir textar á plötunni eru á íslensku og haganlega ortir og höfundur hljóðheims er Stefán Örn Gunnlaugsson en um hljóðjöfnun sá
...