„Þetta er það stærsta sem komið hefur fyrir mig á mínum hönnunarferli. Ég er í skýjunum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður um tilnefningu sem hún hlaut til Hönnunarverðlauna Íslands sem veitt verða í Grósku nú á fimmtudaginn
Fatahönnun Helga Lilja í peysunni í verslun sinni Kiosk Grandi úti á Granda. Hún segir að margir eigi sex peysur í mismunandi litum.
Fatahönnun Helga Lilja í peysunni í verslun sinni Kiosk Grandi úti á Granda. Hún segir að margir eigi sex peysur í mismunandi litum. — Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

„Þetta er það stærsta sem komið hefur fyrir mig á mínum hönnunarferli. Ég er í skýjunum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður um tilnefningu sem hún hlaut til Hönnunarverðlauna Íslands sem veitt verða í Grósku nú á fimmtudaginn. Helga er ásamt listamanninum Stephan Stephensen höfundur hinnar vinsælu James Cook-ullarpeysu sem tilnefnd er í flokknum vara ársins.

James Cook er hluti af BAHNS-tískumerki Helgu.

Önnur tilnefnd verkefni eru stefnuvirku hátalararnir Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson og bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring.

Jákvæð félagsleg áhrif

...