Viðreisn neitar að gangast við ábyrgð sinni á lóðaskorti í Reykjavík og þar með á hárri verðbólgu og háum vöxtum. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Viðreisnar, reyndi að rugla umræðuna með því að segja Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins hafa ruglast á sveitarfélögum þegar hann benti á að Reykjavík vildi ekki víkka út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins.

Björn Bjarnason víkur að þessu á vef sínum og vísar í skrif Hildar Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem Hildur bendir á að Kópavogur hafi viljað víkka út vaxtarmörk svæðisins til að byggja upp á óbyggðu landi. Þá hafi Dóra Björt Guðjónsdóttir, pírati og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, andmælt þeim áformum.

Ennfremur hafi Samfylkingin farið gegn tillögu sjálfstæðismanna í borginni um tilfærslu vaxtarmarka til að

...