Tónlistargoðsögnin Quincy Jones lést á heimili sínu í Los Angeles í fyrrakvöld. Hann var 91 árs að aldri.
Jones hóf feril sinn sem djasstónlistarmaður en hann skaust fyrst á stjörnuhimininn á sjöunda áratugnum sem lagahöfundur fyrir kvikmyndir.
Jones var einnig mjög mikils metinn sem upptökustjóri og útsetjari. Sá hann um upptökustjórn hjá söngvurum á borð við Frank Sinatra og Michael Jackson, en samstarf hans og Jacksons gaf af sér þrjár af vinsælustu plötum söngvarans, Off the Wall, Thriller og Bad.