„Það er erfiðara að vinna leiki heldur en að tapa,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Víkinni í gær
Landsliðið
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
„Það er erfiðara að vinna leiki heldur en að tapa,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Víkinni í gær. Ísland mætir Bosníu í undankeppni EM 2026 annað kvöld en leikurinn er sá fyrsti hjá landsliðinu í rúma fimm mánuði.
Ísland mætir síðan Georgíu í Georgíu næstkomandi sunnudag en Grikkland er fjórða lið riðilsins. Íslensku landsliðsmennirnir voru nýbúnir að hittast á ný þegar að Morgunblaðið talaði við Ými Örn.
Tilbúnir í hörkuleik
Ýmir kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni, en flestir voru nýlentir og því allur undirbúningur eftir. „Við vorum bara flestir
...