Rafhlaupahjól eru þægileg, en hættuleg og ekki endilega umhverfisvæn

Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma orðið tiltölulega vinsæll fararmáti innanbæjar, enda um margt þægileg og fljótleg leið til að komast á milli staða þegar aðstæður eru með þeim hætti. Fyrirtæki hafa sprottið upp sem bjóða upp á þessi tæki til skammtímaleigu og margir hafa keypt sér þau og nota mikið.

Það er þó með þessa nýjung eins og margar aðrar að henni fylgja ekki aðeins kostir, gallarnir eru líka augljósir. Leigufarartækin liggja til dæmis víða eins og hráviði fyrir fólki á göngustígum og þar er líka iðulega ekið um á þessum tækjum á hraða sem er langt umfram það sem búast má við á gangstéttum. Þetta er nokkuð sem reynt hefur verið að taka á en nokkuð vantar því miður upp á árangurinn.

Mun verra er þó að þessu nýja farartæki hafa fylgt hættur sem leitt hafa til slysa, stundum mjög alvarlegra slysa, og það er nokkuð sem verður að

...