Gunnar Guðjónsson fæddist f. 8. október 1928. Hann lést 23. október 2024.

Foreldrar hans voru Steinunn Þorkelsdóttir húsmóðir og Guðjón Jónsson verkstjóri.

Jarðarför Gunnars fer fram í Fossvogskapellu í dag, 5. nóvember 2024, klukkan 13.

Gunnar var innfæddur Reykvíkingur, en foreldrar hans fluttu úr Skaftártungunni snemma á 20. öldinni þegar verkalýðsbaráttan var að kvikna og bærinn logaði af stéttaátökum. Pólitík var mikið rædd á heimilinu, margt lesið og í hjörtunum dafnaði draumurinn um að allir ættu nóg en enginn of mikið.

Gunnar var næstyngstur tíu systkina, en aðeins sex náðu fullorðinsaldri og rúm hundrað ár eru á milli dánardægurs hans og Rósu, elstu systurinnar.

Þótt hann hafi aldrei gifst eða eignast

...