Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir dagana 7. til 9. nóvember. Hátíðin fagnar í ár 25 ára afmæli og búast má við miklu lífi í miðbæ Reykjavíkur þessa helgi. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir að spennan sé mikil og að …
Fjör Hljómsveitin Celebs tróð upp á hátíðinni í fyrra við góðar undirtektir og stígur aftur á svið í ár.
Fjör Hljómsveitin Celebs tróð upp á hátíðinni í fyrra við góðar undirtektir og stígur aftur á svið í ár. — Morgunblaðið/Styrmir Kári

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir dagana 7. til 9. nóvember. Hátíðin fagnar í ár 25 ára afmæli og búast má við miklu lífi í miðbæ Reykjavíkur þessa helgi. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir að spennan sé mikil og að fólk megi eiga von á öllu því besta sem er að gerast í tónlistarsenunni í dag.

„Þetta eru hátt í 100 listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni á aðeins þremur dögum. Helmingurinn er frá Íslandi en hinn helmingurinn eru hljómsveitir og listamenn frá 20 löndum á borð við Bretland, Bandaríkin, Þýskaland, Kanada og Norðurlönd,“ segir Ísleifur.

Hlaupið á milli staða

„Það má finna allt á

...