Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, gekk á dögunum í raðir ungverska stórfélagsins Veszprém frá uppeldisfélaginu og Íslandsmeisturum FH. Hann skrifaði undir tveggja ára samning í Ungverjalandi
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, gekk á dögunum í raðir ungverska stórfélagsins Veszprém frá uppeldisfélaginu og Íslandsmeisturum FH.
Hann skrifaði undir tveggja ára samning í Ungverjalandi. Aron lék áður með félaginu á árunum 2015 til 2017 en viðskilnaðurinn var ekki góður og endaði meðal annars með hótunum um málsókn.
Þegar Aron kom heim fyrir síðasta tímabil sagðist hann vera kominn til að vera. Þá samdi hann við uppeldisfélagið og skilaði Íslandsmeistaratitli. Aðstæður breytast eðlilega og er Aron farinn aftur á brott.
FH-ingurinn viðurkenndi í samtali við EHF að hann hefði séð eftir því ef hann hefði ekki samþykkt samningstilboð Veszprém. Hann
...