Hulda Valdimarsdóttir fæddist 13. maí 1936. Hún lést 25. október 2024.
Útför hennar fór fram 1. nóvember 2024.
Við minnumst ömmu okkar og tengdamömmu með mikilli hlýju. Hún var einstaklega óeigingjörn og ósérhlífin kona, dugleg og hlý manneskja.
Það einkenndi Huldu að hún talaði aldrei illa um nokkra manneskju. Ef einhver pólitíkusinn stóð í orrahríð í fjölmiðlum bar hún gjarnan blak af viðkomandi. Skipti þá engu máli í hvaða stjórnmálaflokki sá pólitíkus var, – það er nú enginn alslæmur var gjarnan viðkvæðið.
Það var alltaf tilhlökkunarefni fyrir okkur fjölskylduna að keyra úr bænum ef áfangastaðurinn var Grundarfjörður. Það er eitthvað afslappandi við að komast út úr Reykjavík og síðan var það gestrisnin sem við mættum alltaf fyrir vestan. Hulda var
...