Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari fær hástemmdar umsagnir fyrir söng sinn í hlutverki Alberichs í uppfærslu á óperunni Rínargullinu eftir Richard Wagner í óperuhúsinu La Scala í Mílanó.
Gert Korentschnig skrifar í austurríska blaðið Kurier að Rínargullið glói skærar á sviðinu í Scala en í München og Ólafur sé rétt eins og á Wagner-hátíðinni í Bayreuth í vor hinn ákjósanlegasti Alberich, fjölhæfur í leik sínum og kröftugur í söng. Á vefmiðlinum opera.online skrifar dr. Helmut Pitsch að um þessar mundir verði ekki betri söngvarar fundnir í hlutverk dverganna Alberichs og Mime en Ólafur og Wolfgang Ablinger Sperrhacke og á sviðinu á Scala hafi þeir verið öflugir í hlutverkum sínum.
Í umsögn í Financial Times segir að Ólafur láti áheyrendum renna
...