Þórður Pétursson fæddist 18. maí 1938. Hann lést 21. október 2024.
Útför hans fór fram 1. nóvember 2024.
Hugurinn reikar 59 ár aftur í tímann að upphafi veiðiævi minnar í júlí 1965, er veiðigyðjan hreif mig í faðm sinn í Háfholu, neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal. Sat þar áhugalítill, að dorga með maðk, einn míns liðs, meðan faðir minn Jón Sigtryggsson þurfti að skjótast upp í veiðihús á hlaðinu á Laxamýri. Allt í einu er rifið í færið, svo harkalega að við lá að ég steyptist á hausinn í fljótið mikla, stórlax stekkur og veður upp úr hylnum, en ég stend frosinn, laxinn kemst ekki upp á brotið, veltur niður, gerir aðra tilraun, fer á sömu leið, tekur ofsafegna hringi í hylnum og dembir sér niður á næsta pall og áfram niður á Flös á leið til hafs, en ég stend ennþá frosinn, er 40 punda línan slitnar eins og tvinni og smellur í andlitið
...