Morgunblaðið og mbl.is munu næstu vikur bæta duglega í stjórnmálaumfjöllun í aðdraganda alþingiskosninga, líkt og lesendur hafa sjálfsagt þegar orðið varir við og er sérmerkt kosningunum.
Nú birtast tveir opnir þættir Spursmála í viku, en í hverjum þeirra er viðtal við forystumenn allra framboða, auk umræðna um stöðu og horfur.
Þar eru á föstudögum kynntar niðurstöður vikulegrar skoðanakönnunar Prósents fyrir Morgunblaðið, en nánari grein er gerð fyrir þeim í laugardagsblaði Morgunblaðsins og frekari sundurgreining gagnanna birt í þriðjudagsblaðinu.
Oddvitaviðtöl
Síðar í þessari viku taka svo að birtast snörp oddvitaviðtöl á mbl.is, en þar er rætt við oddvita allra framboða í öllum kjördæmum, 61 talsins. Þau verða þó með þeim afbrigðum að í þeim kjördæmum þar
...