”  Framboðshlið hagkerfisins hefur ekki fylgt eftir þörfum atvinnulífsins og landsmanna.
Stjórnmál
Ingólfur Bender
Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Mikil verðbólga og háir vextir eru heimatilbúinn vandi. Framboðshlið hagkerfisins hefur ekki fylgt eftir þörfum atvinnulífsins og landsmanna. Kæla þarf eftirspurnina með háum vöxtum vegna þess að framboðið hefur ekki vaxið eins og þörf er á. Niðurstaðan er að enginn hagvöxtur verður líklegast á þessu ári. Skortur er á húsnæði og lóðum, innviðum og viðhaldi þeirra, menntuðu vinnuafli og raforku. Áætlanir stjórnvalda um úrbætur hafa verið lagðar fram en of hægt hefur gengið að koma þeim í framkvæmd. Afleiðingin hefur m.a. verið hröð hækkun húsnæðisverðs, verðbólga, háir vextir, hækkandi innviðaskuld, orkuskortur og töpuð tækifæri til aukinnar efnahagslegrar velmegunar samfélagsins.
...