Ríkisfyrirtækið RARIK hét því fyrir helgi að viðskiptavinum þess yrðu greiddar bætur vegna skemmda, sem urðu þegar sló út vegna rafmagnstruflana á Grundartanga 2. október.
Þá var liðinn mánuður frá því að tjónið varð og óánægja þeirra, sem urðu fyrir tjóni, var farin að magnast dag frá degi.
Ráðamenn hjá RARIK hefðu vitaskuld átt að gefa þessa yfirlýsingu út þegar í upphafi. Í mörgum tilvikum var um verulegt tjón að ræða.
Í Morgunblaðinu var rætt við Selmu Dröfn Ágústsdóttur, sem rekur gistiheimilið Stöng í Mývatnssveit. Hún mat tjón sitt á minnst tíu milljónir króna. Í gistiheimilinu eyðilögðust gólfhitakerfi, þvottavélar, loftljós, frystiklefi og brunakerfi svo fátt eitt sé nefnt. Slíkt tjón getur valdið erfiðleikum í rekstri og óljós svör eru ekki til að bæta úr þegar óvissa
...