Nú þegar 24 dagar eru til alþingiskosninga eru fundir með frambjóðendum daglegt brauð. Kosningabaráttan verður snörp og fulltrúar flokkanna þeytast á milli staða til að kenna stefnu sína og áherslur.
Hagsmuna- og félagasamtök halda fundi með frambjóðendum og minnst þrír slíkir voru í gær. Samtök iðnaðarins efndu til fundar í Silfurbergi í Hörpu með formönnum þeirra flokka sem eiga núna fulltrúa á Alþingi. Þangað mættu formenn flokkanna, að því undanskildu að Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins, hljóp í skarðið fyrir Ingu Sæland. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu létu Samtök iðnaðarins gera könnun meðal félagsmanna sinna, sem sýndi m.a. skýra kröfu um stöðugleika á nýju kjörtímabili.
SÁÁ og Öryrkjabandalag Íslands héldu einnig opna fundi með frambjóðendum í gær, sem krafðir voru svara um hvað gera ætti fyrir öryrkja og þá sem glíma
...