„Á ég að segja þér dálítið leyndarmál? Við ætlum að taka 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þessum orðum fer Inga Sæland um þær aðgerðir sem hún vill grípa til í því skyni að fjármagna afnám allra…
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Á ég að segja þér dálítið leyndarmál? Við ætlum að taka 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“
Þessum orðum fer Inga Sæland um þær aðgerðir sem hún vill grípa til í því skyni að fjármagna afnám allra skerðinga til aldraðra og öryrkja í almannatryggingakerfinu. Segir hún raunar að kostnaður við slíkar aðgerðir myndi nema um 50 milljörðum króna, þrátt fyrir fullyrðingar fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá árinu 2018 þess efnis að viðlíka aðgerðir myndu kosta um 150 milljarða.
Inga Sæland er nýjasti gestur Spursmála og situr þar fyrir svörum um stefnumál Flokks fólksins. Segir hún lítið mál að fjármagna þessa aðgerð, jafnvel þótt
...