Árni Bergmann sendir þættinum góða kveðju: „Eitt kvöldið hugsaði ég mikið um það hve illa var oftast talað um fæðingarplass mitt. Margir töldu vafalaust að Keflavík væri ómerkilegasta byggð á landinu
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Árni Bergmann sendir þættinum góða kveðju: „Eitt kvöldið hugsaði ég mikið um það hve illa var oftast talað um fæðingarplass mitt. Margir töldu vafalaust að Keflavík væri ómerkilegasta byggð á landinu. Snemma lærði ég til dæmis þessa níðvisu:
Keflavík er klækjatík
kunna margir skoða.
Nóg er hún af rusli rík
ranglæti og hroða.“
Árni ákvað að berja saman bragarbót: „Útkoman varð ekki nógu góð, lofið ekki jafn ósvífið og níðið, en ég læt mótmælavísuna samt flakka:
Engu plássi öðru lík
allan laus við voða,
Keflavík er kærleiksrík
...