Hvernig stendur á því að svo mörgum hugmyndum um nýjungar í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru beinlínis fæddar í faðmi kerfisins er hafnað? Hvernig getum við látið það gerast að stjórnvöld skelli hurðinni ítrekað á heilbrigðistæknifyrirtæki sem bjóða …
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Hvernig stendur á því að svo mörgum hugmyndum um nýjungar í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru beinlínis fæddar í faðmi kerfisins er hafnað? Hvernig getum við látið það gerast að stjórnvöld skelli hurðinni ítrekað á heilbrigðistæknifyrirtæki sem bjóða fram lausnir til að bæta heilbrigðiskerfið með því að auka þjónustu og lækka kostnað? Hversu langt geta stjórnsamir stjórnmála- og embættismenn gengið í að verja kerfi á kostnað fólks?

Á sama tíma og þriðja hver króna skattgreiðenda fer í heilbrigðismál vitum við að áskoranir kerfisins á næstu árum verða enn meiri en þær eru nú. Þar kemur helst til að þjóðin er að eldast og væntingar fólks um heilbrigðisþjónustu sem mætir þörfum þess á hverjum tíma fara vaxandi. Það er deginum ljósara að eitthvað þarf að gera til að bregðast við stöðunni. Svarið er sennilega margþætt en flestir sem hafa kynnt sér málin að einhverju ráði átta sig á mikilvægi nýsköpunar. Skilja

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson