Íslendingar mættu alveg vera duglegri að ferðast til Frakklands og bregða sér þá aðeins út fyrir borgirnar og strandbæina. Þegar ég bjó í París, hér um árið, þótti mér t.d. afskaplega gaman að geta skotist til Champagne og tekið þar hús á kampavínsframleiðendunum
Matsalur Le Bellevue. Á sömu hæð er Michelin-staðurinn Le Royal.
Matsalur Le Bellevue. Á sömu hæð er Michelin-staðurinn Le Royal.

Hið ljúfa líf

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Íslendingar mættu alveg vera duglegri að ferðast til Frakklands og bregða sér þá aðeins út fyrir borgirnar og strandbæina. Þegar ég bjó í París, hér um árið, þótti mér t.d. afskaplega gaman að geta skotist til Champagne og tekið þar hús á kampavínsframleiðendunum.

Það er ekki langur akstur frá frönsku höfuðborginni yfir í þetta rómaða víngerðarhérað og tekur t.d. ekki nema einn og hálfan tíma að aka frá Charles de Gaulle-flugvelli austur til Reims. Fyrir nærri tveimur árþúsundum tóku Rómverjarnir upp á því að grafa þar djúpar salt- og kalksteinsnámur sem víngerðarmenn hófu að nýta sem geymslur á 17. öldinni. Ofan í námunum er hitastigið lágt og rakastigið stöðugt og varla hægt að finna betri skilyrði til að láta

...