Það stefnir í að halli á rekstri Landhelgisglæslunnar verði 955 milljónir króna á þessu ári ef ekki verði brugðist við. Stjórnendur Gæslunnar hafa komið á framfæri áhyggjum sínum af því hvert stefnir í rekstri stofnunarinnar verði hallanum ekki mætt að fullu í fjáraukalögum
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Það stefnir í að halli á rekstri Landhelgisglæslunnar verði 955 milljónir króna á þessu ári ef ekki verði brugðist við. Stjórnendur Gæslunnar hafa komið á framfæri áhyggjum sínum af því hvert stefnir í rekstri stofnunarinnar verði hallanum ekki mætt að fullu í fjáraukalögum.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, sendi fjárlaganefnd Alþingis yfirlit yfir stöðuna með bréfi dagsettu 31. október sl. Skilaboð stjórnvalda hafi verið skýr, ekki skyldi draga á neinn hátt út viðbragðsgetu stofnunarinnar. Á sama tíma hafi beiðnum um aukið fjármagn ekki verið mætt nema að hluta af fjárveitingavaldinu. Lýsir Georg í bréfinu samskiptum Gæslunnar og dómsmálaráðuneytisins
...