Tíu leikmenn gætu leikið sinn fyrsta U21-árs landsleik þegar Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik karla í knattspyrnu á Pinatar á Spáni 17. nóvember. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, valdi 20 leikmenn fyrir verkefnið og gæti því…
Markaskorari Benoný Breki Andrésson er í leikmannahóp Íslands.
Markaskorari Benoný Breki Andrésson er í leikmannahóp Íslands. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Tíu leikmenn gætu leikið sinn fyrsta U21-árs landsleik þegar Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik karla í knattspyrnu á Pinatar á Spáni 17. nóvember. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, valdi 20 leikmenn fyrir verkefnið og gæti því helmingur leikmannahópsins leikið sinn fyrsta landsleik fyrir U21-árs liðið. KR á flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra og þá leika sjö erlendis. Leikmannahópinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport.