Hjörleifur Hallgríms
Það er með ólíkindum að ekki skuli almennilega tekið á lestrarkennslu barna þegar til er örugg aðferð til að bæta þar verulega úr. Það er skautað fram hjá einu sannanlegu leiðinni til að gera a.m.k. allflest börn læs eða mjög nálægt því áður en komið er í 1. bekk grunnskóla. Arfalélegir menntamálaráðherrar, þau Lilja Dögg og nú Ásmundur Einar, hafa svo gjörsamlega klúðrað málum að dæmi eru um að jafnvel um og innan við 30% barna séu hvorki læs né með nokkurn lesskilning þegar þau koma upp úr 1. bekk grunnskóla og læsi barna hrakar ennþá stöðugt.
Nýjasta dæmið er að eitthvert apparat ættað úr Finnlandi hefur vakið ómældan áhuga hér á landi án þess að vita hvort það hentar hér. Þetta er satt að segja nöturlegt og gjörsamlega óviðunandi ástand og mest auðvitað fyrir blessuð börnin og framhald þeirra í lífinu. Oftar en einu sinni hef
...