Hin 21 árs gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í körfubolta eftir árs fjarveru vegna meiðsla. Diljá missti af öllu síðasta tímabili eftir að hún sleit krossband í hné. Hún hefur spilað vel með Stjörnunni á tímabilinu og…
Körfubolti
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Hin 21 árs gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í körfubolta eftir árs fjarveru vegna meiðsla. Diljá missti af öllu síðasta tímabili eftir að hún sleit krossband í hné.
Hún hefur spilað vel með Stjörnunni á tímabilinu og er í íslenska hópnum sem mætir Slóvakíu og Rúmeníu á heimavelli í undankeppni EM. Báðir leikirnir fara fram í Ólafssal á Ásvöllum, sá fyrri gegn Slóvakíu annað kvöld og sá seinni gegn Rúmeníu á sunnudag.
„Það er geggjað að vera mætt hingað og virkilega gaman að fá að spila körfubolta aftur eftir eins árs fjarveru. Það er geggjað að fá að spila með bestu stelpum landsins,“ sagði Diljá í samtali við Morgunblaðið fyrir
...