Mörgum hefur þótt nóg um það magn reglna sem kemur frá ESB.
Mörgum hefur þótt nóg um það magn reglna sem kemur frá ESB. — Morgunblaðið/Ómar

Forstjórar fjármálaeftirlita á Norðurlöndum sendu nýlega sameiginlegt bréf til fimm evrópskra eftirlitsstofnana þar sem kallað er eftir að þær dragi úr og einfaldi reglugerðafargan á neytendur og fjárfesta og á fjármálamarkaði.

Fram kemur í bréfinu að það verði að einfalda reglurnar svo þær hafi sem minnst áhrif á neytendur og fjárfesta.

Þeir hvetja evrópska eftirlitsaðila til að taka höndum saman um að minnka reglubyrði á fyrirtæki og leitast fremur við að styðja við fjármálamarkaði innan Evrópu.