„Það er mjög skrítið til þess að hugsa að við séum stödd hérna rétt fyrir þinglok að fá svona sendingu og ég geri ráð fyrir að flestir í atvinnulífinu sem eru að skoða þetta núna séu jafnvel ekki farnir að átta sig á því hvort þeir ráði við þetta fyrir áramót, þeir eru bara að reikna áhrifin enn þá,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í Dagmálum, en í þætti dagsins er frumvarp til laga um kílómetragjald á notkun ökutækja til umræðu.
Benedikt segir það óskynsamlega leið til þess að koma kerfisbreytingum í gegn að vinna þetta svona hratt.
„Ég held að í prinsippinu hafi samtök eins og okkar ekki lagst beinlínis gegn því að einhverjar svona breytingar verði gerðar þegar það er tímabært. En að gera þetta á einverjum hálfum mánuði eða þremur vikum í október, í einu skrefi, er bara ákveðin
...