Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Þóknanatekjur viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, hafa ekki aukist í sama mæli og aðrar tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta má lesa úr uppgjörum bankanna.
Snorri Jakobsson, greinandi hjá Jakobson Capital, segir það skýrast af því að fyrsti og annar ársfjórðungur hafi verið undir væntingum hjá bönkunum.
Þóknanatekjur á þriðja ársfjórðungi voru almennt meiri en á öðrum ársfjórðungi.
„Annar ársfjórðungur var slæmur hjá bönkunum en rekstur á fjárfestingabankasviði hefur verið þungur. Stór hluti af þóknanatekjunum tengist fjárfestingabankastarfsemi. Það lifnaði aðeins yfir þeim þætti rekstrarins á þriðja ársfjórðungi en hann var þungur
...