Einn hinna grunuðu.
Einn hinna grunuðu.

Lögreglan í Leipzig og Dresden handtók í gær átta manns sem sagðir voru tilheyra öfgasamtökum á hægri jaðrinum. Voru mennirnir m.a. sakaðir um að hafa undirbúið valdatöku í Saxlandi og öðrum héruðum í austurhluta landsins.

Saksóknarar sögðu að aðgerðir hefðu beinst að hópi 15-20 öfgamanna sem aðhylltust rasisma og gyðingahatur, og að þeir hefðu trúað því að þýska alríkið væri á barmi falls. Höfðu mennirnir æft sig í vopnaburði og hernaði í borgum til að undirbúa valdatöku sína. Náðu aðgerðirnar einnig til Póllands og Austurríkis.

Að sögn Der Spiegel mun einn höfuðpaur öfgahópsins tilheyra ungliðasamtökum AfD-flokksins og er hann sagður hafa særst í skotbardaga við lögreglu þegar hann var handtekinn.