85 ára Páll fæddist á Akranesi 6. nóvember 1939 og átti þar heima fram á þrítugsaldur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1967. Hann var fyrst íslenskukennari við Hagaskóla í Reykjavík, frá 1970 til 2003 við Menntaskólann við Tjörnina sem frá 1977 hét Menntaskólinn við Sund og var þar lengi deildarstjóri í íslensku.
„Ég vann jafnframt við prófarkalestur og útgáfustörf, einkum fyrir Hörpuútgáfuna á Akranesi. Auk þess hef ég fengist við greinaskrif af ýmsu tagi, mest á sviði íslenskra fræða, um skáldin Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson og vin þeirra, eldhugann Tómas Sæmundsson. Þær greinar birtust meðal annars í Studia Islandica 1969, í Skírni 2000 og 2008 og Andvara 2007, 2010, 2013 og 2017.
Í Skírni 2020 fjallaði ég
...