Tillögur um ný útgjaldamál á fjárlögum næsta árs upp á 8,6 milljarða kr. er að finna í kynningu fjármálaráðuneytisins til fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu um fjárlagafrumvarp ársins 2025. Verður þessum nýju útgjöldum til nokkurra verkefna og stofnana öllum mætt með samsvarandi lækkun á almennum varasjóði og eiga þau því engin áhrif að hafa á heildarútgjöld í frumvarpinu.
Meðal þessara útgjalda eru 400 milljóna kr. framlag vegna forsetaskipta og viðhaldsframkvæmda. 800 millj. kr. framlag hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, 600 millj. kr. framlag hjá dómsmálaráðuneytinu og 200 millj. kr. hjá heilbrigðisráðuneytinu til aðgerða vegna ofbeldis meðal barna.
400 milljónir kr. fara til afreksíþrótta og 300 milljónir eru vegna inngildingar barna af erlendum uppruna. Lagt er til að 300 milljónum kr. verði varið til liðarins þyrlur, björgunarskip og öryggisgæsla
...