Einar Þorsteinsson skilar nú sinni fyrstu fjárhagsáætlun sem borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Einar Þorsteinsson skilar nú sinni fyrstu fjárhagsáætlun sem borgarstjóri Reykjavíkurborgar. — Morgunblaðið/Eyþór

Aðalsjóður Reykjavíkurborgar, A-hluti, verður rekinn með 500 milljóna króna afgangi á þessu ári samkvæmt nýrri útkomuspá. Þá er samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar stefnt að 1,7 milljarða króna afgangi á næsta ári, 2025.

Til útskýringar voru tekjur A-hluta 176,4 milljarðar króna 2023 og niðurstaða rekstrar neikvæð um fimm milljarða.

Eins og fram kom á mbl.is í gær eru tekjur af sölu Perlunnar inni í fjárhagsáætlun þessa árs en Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í gær að ágætar viðræður væru í gangi í kringum það. Í sömu frétt kom fram að söluverð Perlunnar væri 3,5 milljarðar.

Byrjuðu í 15,3 milljarða halla

„Stóra myndin er sú að við byrjuðum þetta kjörtímabil árið 2022 í 15,3 milljarða króna halla. Allt tímabilið höfum við verið að hagræða í rekstri til að takast

...