Óli Björn Kárason
Formaður Samfylkingarinnar segist vera með „plan“ og heldur því raunar fram að Samfylkingin sé eini flokkurinn sem sé með „plan“. Það skal játað að það fara nokkur ónot um mig þegar stjórnmálamenn segjast vera með „plan“. Íbúar höfuðborgarinnar hafa fengið að kynnast alls konar „plönum“ undir forystu flokksins sem nú stefnir að því að færa Reykjavíkur-módelið yfir á landið allt.
Fáir eru betri en vinstri menn í að pakka hugmyndum og skoðunum sínum inn í fallegar umbúðir. Orðaskraut er þeim eðlislægt. Fólk sem byggir á hugmyndafræði stjórnlyndis og afskipta af lífi einstaklinga og fólks – er sannfært um að mannlegt samfélag sé lítið annað en samfélagsverkfræði – er alltaf tilbúið með lítil og stór „plön“ undir formerkjum jafnréttis og jöfnuðar.
...