Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifaði á dögunum pistil á mbl.is um jafnaðarmenn allra landa og skattahækkanir. Hann nefnir að vinstrimenn tali gjarnan um sig sem jafnaðarmenn og klappi hverjir öðrum á bakið þegar vel gangi. Þannig hafi Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnað „innilega kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, sir Keir Starmer“. Hún hafi ásamt föruneyti dvalist í herbúðum Verkamannaflokksins í sumar til að læra.
Sigurður Már bendir á að í kosningastefnuskrá sinni hafi Verkamannaflokkurinn lofað að „hækka ekki skatta á vinnandi fólk“ og að fjármálaráðherrann Rachel Reeves hafi sagt ákveðin við FT áður en hún tók við embættinu: „Ég hef ekki áform um að verða minnst sem fjármálaráðherra mikilla skattahækkana.“
Að loknum kosningum kynnti hún engu
...