Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kveðst ætla að taka 90 milljarða króna af lífeyrissjóðunum árlega til þess að fjármagna þær fyrirætlanir sínar að afnema allar skerðingar til aldraðra og öryrkja í almannatryggingakerfinu.
Segir hún raunar að kostnaður við slíkar aðgerðir myndi nema um 50 milljörðum króna, þrátt fyrir fullyrðingar fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá árinu 2018 þess efnis að viðlíka aðgerðir myndu kosta um 150 milljarða.
Inga er nýjasti gestur Spursmála og situr þar fyrir svörum um stefnumál Flokks fólksins.
Flokkur fólksins er nú með sex þingmenn og á ári hverju nýtur hann ríflega 65 milljóna króna í styrki frá ríkissjóði. Segir Inga þetta kerfi ótækt eins og það er uppbyggt og að þarna sé ein birtingarmynd bruðlsins hjá hinu opinbera. » 4