Spænska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún myndi verja 10,6 milljörðum evra, eða sem nemur rúmum 1.570 milljörðum króna, í neyðaraðstoð vegna flóðanna sem skekið hafa austurhluta landsins síðustu daga
Spánn Sjálfboðaliðar vinna hér við að hreinsa götur í bænum Aldaia í Valensíuhéraði, þar sem flóðin hafa skilið eftir sig mikið af leir og leðju.
Spánn Sjálfboðaliðar vinna hér við að hreinsa götur í bænum Aldaia í Valensíuhéraði, þar sem flóðin hafa skilið eftir sig mikið af leir og leðju. — AFP/Cesar Manso

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Spænska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún myndi verja 10,6 milljörðum evra, eða sem nemur rúmum 1.570 milljörðum króna, í neyðaraðstoð vegna flóðanna sem skekið hafa austurhluta landsins síðustu daga. Pedro Sánchez forsætisráðherra sagði þegar hann kynnti aðgerðir stjórnvalda að þær væru einungis fyrsta skrefið í áttina til þess að endurreisa þau héruð Spánar sem hefðu orðið fyrir barðinu á flóðunum.

Aðstoðin verður meðal annars veitt smáum og meðalstórum fyrirtækjum í héruðunum, sem og í formi styrkja til þeirra fjölskyldna sem hafa misst fjölskyldumeðlimi. Þá verður þeim einnig veitt aðstoð sem glíma við skemmdir á híbýlum sínum og eigum í kjölfar flóðanna, meðal annars með þriggja mánaða frestun á greiðslum á húsnæðislánum. Þá verður íbúum á flóðasvæðunum veitt skattaívilnun

...