Kylian Mbappé verður ekki með franska landsliðinu í knattspyrnu í síðustu tveimur leikjum liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar í næstu viku. Frakkland mætir Ísrael heima og Ítalíu úti í tveimur mikilvægum leikjum. Fyrir leikina er Ítalía á toppi riðilsins með 10 stig en Frakkland er í öðru sæti með níu stig. Liðið sem hafnar í fyrsta sæti fer í undanúrslit um Þjóðadeildarbikarinn. Mbappé, sem er fyrirliði Frakklands, verður ekki með annan mánuðinn í röð en hann sleppti líka síðasta landsliðsverkefni í október.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar varð fyrir því óláni að rífa vöðva aftan í læri í aðeins öðrum leik sínum fyrir Al Hilal frá Sádi-Arabíu síðan hann sneri til baka rúmu ári eftir alvarleg hnémeiðsli. Neymar kom inn á sem varamaður í leik liðsins gegn Esteghlal frá Íran í Meistaradeild Asíu á mánudag en þurfti að fara meiddur af velli síðar
...