Íbúar Grindavíkur glíma enn við erfiðar afleiðingar hamfaranna.
Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson

Árni Þór Sigurðsson

Eitt ár er nú liðið síðan Grindvíkingar urðu að yfirgefa heimili sín og samfélag. Náttúruöflin tóku völdin og síðan hafa verið ítrekaðar jarðhræringar, kvikusöfnun og eldgos í námunda við byggðina og ekki sér enn fyrir endann á þessari atburðarás. Þótt Ísland sé land íss og elda og við sem þjóð höfum oft þurft að glíma við óblíð náttúruöfl eru þær aðstæður sem Grindvíkingar hafa staðið í nú um eins árs skeið fordæmalausar. Það er ekki átakalaust að rífa sig og fjölskyldu sína upp, koma sér fyrir til bráðabirgða í öðrum bæjum, finna húsnæði og reyna að laga daglegt líf að nýjum aðstæðum. Fyrir nú utan að takast á við félagslegar, efnahagslegar og tilfinningalegar afleiðingar sem óhjákvæmilega hafa verið fylgifiskar brottflutningsins – og er ekki allt komið fram enn í því sambandi. Við sem höfum ekki upplifað þessar áskoranir á eigin skinni getum illa gert okkur grein fyrir

...