Það er hefðbundin aðferð hægrisins að svelta opinber kerfi, tryggja að þau virki ekki, bíða þess að fólk verði reitt og selja þau svo á útsölu til fjármagnseigenda.
Það er vissulega flókið ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. Stærsta hagsmunamál okkar allra er að vextir lækki og verðbólga hjaðni og forsenda þess að fólk nái endum saman og þurfi ekki að hafa áhyggjur af hverjum mánaðamótum. Almenningur skóp ekki þá þenslu sem varð þess valdandi að hér hafa verið okurvextir misserum saman. Þetta vitum við í VG.
Hallalaus fjárlög 2026 ógjörningur nema með niðurskurði
Allir flokkar sem svöruðu skýrt, nema VG, sem mættu á kosningafund Samtaka atvinnulífsins í vikunni, svöruðu því til að þeir vildu ná hallalausum fjárlögum árið 2026. Það er ógjörningur nema með stórfelldum niðurskurði í opinberum rekstri, uppsögnum og aukinni gjaldtöku.
...