Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Björn Bjarnason vekur á vef sínum athygli á frétt í Morgunblaðinu á fimmtudag þar sem Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar, hafði upplýst að samkomulag Dags B. Eggertssonar, sem staðgengils borgarstjóra árið 2013, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, um sölu á 11 hektara flugvallarlandi í Skerjafirði, hafi verið lögbrot.

Nú er Katrín kosningastjóri Samfylkingarinnar og Dagur frambjóðandi sem frægt er orðið, bæði handvalin af núverandi formanni, Kristrúnu Frostadóttur.

Björn furðar sig á að þessi vinnubrögð hafi ekki verið rannsökuð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, en bætir við að nú hafi „nýja Samfylkingin hins vegar tækifæri til að reka af flokknum slyðruorðið og sýna í verki að þeir sem standa á þennan hátt að samkomulagi um eignir ríkisins njóti ekki

...