Íslenskur sjávarútvegur hefur verið áhrifavaldur í mínu nýsköpunarstarfi við þróun verðmætra lækningavara úr því sem fellur til við fiskvinnslu.
Ágústa Guðmundsdóttir
Ágústa Guðmundsdóttir

Ágústa Guðmundsdóttir

Ég velti oft fyrir mér hvaðan innblásturinn í lífi mínu, rannsókna- og nýsköpunarstarfi hafi komið. Sennilega var ég útsett fyrir áhrifum úr ýmsum áttum eins og flestir. Tónlistin úr fiðlunni hans afa Þórarins, myndlistin frá mömmu og skákin frá pabba. Margir af mínum nánustu sinntu sköpun af lífi og sál. Ég hafði hins vegar hvorki áhuga á að starfa við tónlist eða myndlist og ég afþakkaði boð Ásmundar Ásgeirssonar, fyrrverandi skákmeistara Íslands, um kennslu í skák þegar ég var fimm ára. Á bernskuheimili mínu voru skákmenn tíðir gestir þar sem faðir minn var áhrifavaldur og þátttakandi í skákheiminum. Það var margt annað sem veitti mér innblástur. Þar nefni ég hafið og höfnina, báta og fiskiskip auk aflans sem skipin komu með í land.

Vestast í Vesturbænum þar sem ég ólst upp var líka blómstrandi atvinnulíf sem tengdist að

...