Stóra plan Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni snýr að því að hækka skatta þó undir því yfirskini að eingöngu sé verið að tala um „þá sem hafi breiðari bök.“ Svo virðist sem spjótum Samfylkingarinnar sé þó fyrst og fremst beint að venjulegu, vinnandi fólki.
Markmiðið er að skapa þau hughrif að fjármagnseigendum sé hyglað á kostnað venjulegs fólks – almennings í landinu. Þvæld orðræða Samfylkingarfólks brýst út í hannaðri hugtakanotkun á borð við „ehf.-gatið“ svokallaða og „glufur“ sem frambjóðendur Samfylkingar vilja taka sig saman um að loka.
Ef við lítum framhjá orðskrúðinu og skoðum kjarna málsins, þá vill Samfylkingin takmarka möguleika fólks sem stendur í eigin rekstri að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur. Forsendur tillagnanna hljóta því að gera ráð fyrir því að skattalegt hagræði fáist af því. Engu
...