Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá ráðningu fjögurra presta til starfa í þjóðkirkjunni. Frá þessum ráðningum er greint á vefnum kirkjan.is. Séra Jarþrúður Árnadóttir hefur verið valin til að gegna starfi prests í Egilsstaðaprestakalli
Árni Þór Þórsson
Árni Þór Þórsson

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá ráðningu fjögurra presta til starfa í þjóðkirkjunni. Frá þessum ráðningum er greint á vefnum kirkjan.is.

Séra Jarþrúður Árnadóttir hefur verið valin til að gegna starfi prests í Egilsstaðaprestakalli. Prestakallið varð til við sameiningu fjögurra prestakalla á Héraði, Borgarfirði og Seyðisfirði.

Jarþrúður fæddist á Akureyri 12. október 1988. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2009 og mag. theol.-prófi með embættisgengi árið 2017. Hún vígðist til prests hinn 15. september 2019 til Langaness- og Skinnastaðarprestakalls þar sem hún hefur starfað síðan.

Jarþrúður er í sambandi með Rúnari Snæ Reynissyni fréttamanni á Austurlandi,

...